Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1574345012.15

    Vefforritun II
    VEFÞ3VÞ05(DU)
    2
    Vefþróun
    Vefforritun II
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    DU
    Í áfanganum læra nemendur uppsetningu gagnvirks vefjar á vefþjón. Farið er í varðveislu gagna, notkun gagnasniðs (e. data format) og þáttun (e. parsing) þeirra í vef. Nemendur vinna að gerð vefja með gagnagrunni.
    VEFÞ2VF05CU GAGN2HS05BU FORR3JS05DU FORR2HF05CU
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stillingaratriðum vefþjóns.
    • gerð einfaldra gagnagrunnstengdra veflausna.
    • gagnasniði og þáttun þess fyrir veflausnir.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með gögn og gagnagrunn fyrir veflausnir.
    • vinna með gagnasnið og þáttun þess fyrir veflausnir.
    • búa til og vinna með klasa (hlutbundna aðferðafræði) fyrir veflausnir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • smíða gagnvirka veflausn byggða á gagnagrunni.
    • setja upp vefi á vefþjón.
    Símat.