Í áfanganum kynnast nemendur vélmennum, hvað er vélmenni og hvaða tækni er notuð í vélmennum. Nemendur kynnast lausnaraðferðum, verkefnastjórnun, samvinnu og að nýta sér þá þekkingu í stærðfræði, eðlisfræði og forritun sem þeir hafa þegar vald á. Eftirfarandi námsþættir verða kenndir: niðurbrot vandamála úr flókinni hegðun í einfalda hegðun (e. behavior), gerð flæðirita og sauðakóða og að lokum forritun sem vélmenni skilur, hreyfing (fram, aftur, snúningur) tími og staða, fjarstýringar (bylgjufræði) og nemar.
EÐLI2GR05BT
VESM2VT05CU
FORR2FA05BU
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvað vélmenni er og mikilvægi þeirra.
mikilvægi verkefnastjórnunar.
aðferðum til að brjóta niður vandamál.
samskiptum hugbúnaðar og vélbúnaðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp tímaáætlun.
skrá niður á skipulegan hátt vinnu, niðurstöður og lausnir.
nota lausnaraðferðir til að brjóta niður vandamál í smærri einingar sem vélmennið skilur.
setja saman vélbúnað og tengja við tölvu (heila vélmennis).
forrita læsilegan einfaldan kóða.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilgreina og skrá verkefni á skipulegan hátt.
brjóta niður vandamál í leysanlegar einingar sem vélmenni skilur.
byggja upp vélmenni á einfaldasta hátt miðað við verkefnið.