Áfanginn er verklegur inngangsáfangi fyrir efni sem tengist fjórðu iðnbyltingunni. Nemendur læra grunnatriði í rafmagnsfræði og búa til einfaldar rafrásir. Nemendur kynnast mismunandi talnakerfum með áherslu á tvíundakerfið. Nemendur læra um Boolean algebru, sanntöflur, teikna rökrásir og setja þær upp á brauðbretti (e. breadboard). Nemendur kynnast einföldum íhlutum í rafrásum eins og viðnámi, skynjurum og mótorum og eiga geta notað þá með kóða. Nemendur setja saman vélbúnað og skrifa kóða sem nýtir sér all ofangreint í lokaverkefni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rafmagni og lögmálum þess eins og ohms-lögmálinu (spenna, viðnám og straumur).
rafrás, hliðtengingu og raðtengingu.
tvíundakerfinu, rökhliðum, rökrásum og boolean aðgerðum.
gerð ljósadíóða, viðnáma, hálfleiðara, rökhliða, jafnstraumsmótora og skynjara.
muninn á stafrænu og hliðrænu.
mismunandi þróunartólum sem nýtast í hönnun og smíði frumgerða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp einfaldar rafrásir á brauðbretti og veroborði.
nota einföld tól t.d tangir, klippur og lóðbolta.
nota einföld mælitæki eins og fjölsviðsmæli til að mæla spennu, viðnám og straum.
nota einföld þróunartól til frumgerðar, forritunar og skipulags.
skrifa kóða sem nýtir sér einfaldar rafrásir.
skrifað sauðakóða (e. pseudo code) og gert flæðirit sem lausn á gefnu verkefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa til rafrás út frá lýsingu og skrifa kóða sem notar hana.
gera lista um þær bjargir sem þarf til að leysa ákveðið verkefni.