Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1575891562.78

    Verksmiðja - megatronic I
    VESM1VS05(AU)
    2
    Verksmiðja
    Verkstæði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AU
    Áfanginn er verklegur inngangsáfangi fyrir efni sem tengist fjórðu iðnbyltingunni. Nemendur læra grunnatriði í rafmagnsfræði og búa til einfaldar rafrásir. Nemendur kynnast mismunandi talnakerfum með áherslu á tvíundakerfið. Nemendur læra um Boolean algebru, sanntöflur, teikna rökrásir og setja þær upp á brauðbretti (e. breadboard). Nemendur kynnast einföldum íhlutum í rafrásum eins og viðnámi, skynjurum og mótorum og eiga geta notað þá með kóða. Nemendur setja saman vélbúnað og skrifa kóða sem nýtir sér all ofangreint í lokaverkefni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rafmagni og lögmálum þess eins og ohms-lögmálinu (spenna, viðnám og straumur).
    • rafrás, hliðtengingu og raðtengingu.
    • tvíundakerfinu, rökhliðum, rökrásum og boolean aðgerðum.
    • gerð ljósadíóða, viðnáma, hálfleiðara, rökhliða, jafnstraumsmótora og skynjara.
    • muninn á stafrænu og hliðrænu.
    • mismunandi þróunartólum sem nýtast í hönnun og smíði frumgerða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp einfaldar rafrásir á brauðbretti og veroborði.
    • nota einföld tól t.d tangir, klippur og lóðbolta.
    • nota einföld mælitæki eins og fjölsviðsmæli til að mæla spennu, viðnám og straum.
    • nota einföld þróunartól til frumgerðar, forritunar og skipulags.
    • skrifa kóða sem nýtir sér einfaldar rafrásir.
    • skrifað sauðakóða (e. pseudo code) og gert flæðirit sem lausn á gefnu verkefni.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til rafrás út frá lýsingu og skrifa kóða sem notar hana.
    • gera lista um þær bjargir sem þarf til að leysa ákveðið verkefni.
    • vinna í öruggu og hreinu umhverfi.
    • leita lausna og upplýsinga frá utanaðkomandi.
    Símat