Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1579783309.24

    Íslenska sem annað mál - 2F
    ÍSAN2ÍF05(DT)
    10
    íslenska sem annað mál
    Íslenska sem annað mál - F
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    DT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið þremur önnum í íslensku. Áfanginn felur í sér kynningu á námi á framhaldsskólastigi í íslenskum framhaldsskólum. Aðallega er um að ræða iðnnám og annað verknám á framhaldsskólastigi. Nemendur hlusta á og lesa texta í hverjum tíma og leysa verkefni tengd textanum. Hver texti er jafnframt notaður til að æfa tiltekin málfræðiatriði með málfræðiæfingum. Tilgangurinn er að bæta orðaforða og íslenskukunnáttu nemendanna en jafnframt að veita erlendum nemendum innsýn í námsmöguleika á framhaldsskólastigi á Íslandi, bæði til að upplýsa þá um tækifærin en ekki hvað síst til að hvetja þá til frekara náms.
    Þrjár annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem tengist námi og starfi á Íslandi.
    • hinum ýmsu námsbrautum sem í boði eru á framhaldsskólastigi.
    • málfræðiatriðum sem rifjuð eru upp til að viðhalda fyrri málfræðiþekkingu.
    • helstu sérkennum mælts máls í hlustunarverkefnum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa texta um nám og störf ungmenna á Íslandi.
    • leysa hin ýmsu verkefni, æfa orðaforða.
    • svara spurningum í tengslum við texta um sérhæfð viðfangsefni á borð við framhaldsskólanám.
    • skilja mælt mál um nám og störf ungs fólks.
    • tileinka sér málfræðina sem æfð er í tengslum við textana.
    • kynna sér ýmislegt til viðbótar um nám á framhaldsskólastigi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lesið, ritað og rætt um námsframboð fyrir ungt fólk á Íslandi.
    • geta kynnt sér á ýtarlegri hátt hvað hinar ýmsu námsbrautir fela í sér.
    • skilja þegar talað er um nám og störf og geta tekið þátt í samræðum um viðfangsefnin.
    • geta nýtt sér á hagnýtan hátt málfræðina sem kennd er í tengslum við textana.
    • leggja stund á nám ætlað íslenskum nemendum á framhaldsskólastigi.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.