Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1579783474.63

    Íslenska sem annað mál - taláfangi 2B
    ÍSAT2ÍB03(DT)
    4
    Íslenska sem annað mál - taláfangi
    Taláfangi - B
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    DT
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið þremur önnum í íslensku. Nemendur leysa ýmis munnleg verkefni í kennslustundum. Sem dæmi má nefna hlutverkaleiki, hópsamtöl, hlustunaræfingar, stutta leikþætti og spjall um myndasögur. Einnig er mikið unnið með fréttir, bæði hlustun og lestur þeirrar. Myndasögur og dagblaðagreinar eru jafnframt nýttar þannig að nemendur lýsa myndunum og endursegja innihald greinanna. Þá horfa nemendur einnig á íslenskar kvikmyndir og spilaðar eru hlustunaræfingar og sönglög. Aðaláhersla er lögð á að auka virkan orðaforða.
    Þrjár annir í íslensku sem annað mál við Tækniskólann eða annað sambærilegt nám.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sérkennum mæltrar íslensku, bæði með hlustun og tali.
    • helstu einkennum dagslegs mælts máls og hvað aðgreinir það frá ritmáli.
    • fjölbreytilegu talmáli og orðum sem tengjast því fremur en ritmáli.
    • hlustun á mælt mál í fjölmiðlum, til að mynda fréttaflutningi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tala saman tveir og tveir um viðfangsefni sem þeim eru úthlutuð.
    • taka þátt í hópsamtölum um „klípusögur“ og færa rök fyrir máli sínu.
    • hlusta á upplesinn texta og samtöl tveggja eða fleiri.
    • horfa á myndefni með tali og geta greint frá því sem fram fór.
    • segja frá myndasögu með eigin orðum.
    • lesa stuttar fréttir og spyrja út í efni þeirra og svara spurningum um hið sama.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hlusta á t.d. fréttir í útvarpi og sjónvarpi sér til gagns og ánægju.
    • skilja kvikmyndir og annað leikið efni á íslensku.
    • skilja þegar einn talar við hann um þekkt viðfangsefni.
    • skilja þegar tveir eða fleiri tala saman og nemandinn er áheyrandi fremur en þátttakandi.
    • tjá skoðanir sínar á íslensku og fært rök fyrir máli sínu í tali við aðra.
    • bera upp flestöll erindi og spurningar í síma og skilið þegar aðrir gera slíkt hið sama.
    Áfanginn er símatsáfangi. Matsþættir eru lagðir fyrir yfir önnina samkvæmt kennsluáætlun.