Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1580397464.59

  Drýsildjöflar og dægurflugur
  ÍSLE2DT05
  69
  íslenska
  Dægurlagatextar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfangi um íslenska tónlist og tónlistarsögu síðustu 80-100 ár. Í þessum áfanga verður kennd ljóðgreining og öll þau bókmenntalegu hugtök sem notuð eru við ljóðgreiningu, notkun þeirra og hvernig hægt er að nota þau til þess að túlka ljóðatexta og lesa í hvað hann felur í sér. Einnig að greina textana í samhengi við strauma og stefnur í tónlist á því tímabili sem lögin voru gefin út á og undir hvaða áhrifum textarnir og lögin eru þess vegna. Undir liggur öll íslensk tónlist síðustu 80-100 ára sem hægt er að syngja texta við. Skilyrði er að textinn þarf að vera á íslensku. Farið verður í íslenska tónlistarsögu síðustu 80-100 ár og hún flokkuð eftir tímabilum og verkefni unnin upp úr hverju tímabil. Þannig verður stuðlað að því að nemendur fái þokkalega góða mynd af íslenskri tónlistarmenningu undanfarinna áratuga, auk þess að fá skíra mynd af þessum tímabilum, straumum þeirra og stefnum í tónlist. Unnin yrðu minniháttar verkefni upp úr þessum tímabilum. Að auki munu nemendur velja sér eitthvað ákveðið efni sem tengist þessu tímabili í íslenskri tónlist. Þeir myndu kafa í það efni sem þeir völdu sér og greina þá texta sem liggja til grundvallar. Nemendur munu kynna það efni sem þeir hafa valið sér og unnið, auk þess að skila af sér verkefninu til kennara. Námsmat myndi að stærstum hluta byggja á þessu verkefni. Þannig ráðu nemendur sjálfir nokkuð stefnunni og efnistökum í áfanganum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi ljóða og texta og merkingar þeirra
  • mikilvægi þekkingar á formgerð íslensks máls
  • hugtökum sem nýtast við ljóðgreiningu
  • uppbyggingu og framsetningu ljóða og texta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa sér til gagns ljóðatexta og geta greint frá inntaki hans
  • nýta orðaforða og orðalag til að bæta eigin málfærni
  • notfæra sér þær reglur sem til eru um skáldskap og skáldskapargerð
  • færa hugmyndir sína í ljóð og nota fjölbreyttan orðaforða við framsetningu texta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • styrkja eigin upplifun og túlkun á ljóðatexta
  • semja sín eigin ljóð og texta
  • auka og bæta við orðaforða og málskilning
  • gera greinarmun á vönduðum og óvönduðum ljóðatexta
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.