Í áfanganum verða skoðaðar kvikmyndir á mismunandi tungumálum út frá fyrirfram gefnu þema. Skoðað er hvernig menningarmunur birtist í kvikmyndum frá ólíkum menningarsvæðum og er athyglinni m.a. beint að staðalmyndum, klisjum og tabúum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
menningarmun ýmissa landa út frá tilteknu þema í kvikmyndum
mismunandi túlkunarleiðum þjóða til að koma á framfæri ákveðnum boðskap í kvikmyndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
túlka og gagnrýna kvikmyndir út frá tilteknu þema
hlusta á og öðlast frekari skilning á ólíkum tungumálum með tiltekið þema í forgrunni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bera saman hvernig tiltekið þema birtist í kvikmyndum frá ýmsum löndum
átta sig á ólíku tungutaki ýmissa þjóða þar sem tiltekið þema er haft til hliðsjónar
lesa í ólíka menningu þjóða hvað varðar tiltekið viðfangsefni