Í áfanganum gefst nemendum kostur á að öðlast grunnþekkingu í atriðum sem snúa að ljósmyndatækni og úrvinnslu ljósmynda. Einnig gefst nemendum sem hafa nokkra reynslu og þekkingu af ljósmyndun tækifæri til að rækta áhugasvið sitt enn frekar. Jafnt er unnið með ljósmyndir sem fangaðar eru innan- sem utandyra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum sem snúa að ljósmyndatækni
þróunarsögu ljósmyndatækninnar
ókeypis myndvinnsluforritum
möguleikum sinnar stafrænu myndavélar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta fjölbreytt upplýsingaefni til þess að auka leikni sína í ljósmyndun
nota ókeypis forrit til myndvinnslu
nota fjölbreyttar aðferðir til að miðla myndefni sínu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fanga ólík viðfangsefni í ljósmynd
ná fram fjölbreyttum hughrifum með myndvinnsluforritum
Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram í náminu. Engin skrifleg lokapróf.