Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581421081.32

    Stærðfræði - undirbúningsáfangi
    STÆR1UN05
    116
    stærðfræði
    undirbúningsáfangi í stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa staðist kröfur grunnskólans í stærðfræði. Markmið hans er að efla þekkingu nemenda á undirstöðu reikniaðgerða: samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu ásamt forgangsröðun reikniaðgerða.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • reikniaðgerðunum fjórum
    • röð aðgerða
    • mikilvægi vandaðra vinnubragða í stærðfræðinámi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með tölur
    • vinna með sviga
    • setja upp og leysa talnadæmi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa einfaldan stærðfræðitexta
    • sýna útreikninga og skrá lausnir sínar skilmerkilega
    • segja frá niðurstöðum sínum og hvernig þær eru fengnar
    Náminu er skipt í námslotur. Nemendur vinna á eigin hraða og taka próf þegar þeir eru tilbúnir. Hægt er að skipta áfanganum niður á tvær annir ef vill.