Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581516932.18

    Golf og frjálsar íþróttir
    ÍÞRG1GF02
    5
    íþróttagrein
    Golf og frjálsar íþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Viðfangsefni áfangans er golf og frjálsar íþróttir og áfanginn er að mestu verklegur þar sem áherslan er á báðar íþróttagreinarnar fyrir byrjendur upp að 16 ára aldri. Í áfanganum verður farið í grunnatriði greinarinnar og nemendur þjálfa ýmis grunntækniatriði s.s. grip, púttstroku, sveiflu og læra orðatiltæki úr íþróttinni ásamt því að geta spilað golf. Í frjálsum íþróttum verður lögð áhersla á hlaup, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast og kúluvarp.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu þjálfunaraðferðum greinanna
    • Grunnatriðum og reglum greinanna
    • Mismunandi hlutverkum iðkenda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Framkvæma undirstöðuæfingar íþróttagreinanna
    • Beita grunntækni í greinunum og að vinna með öðrum í þeim æfingum
    • Útfæra mismunandi krefjandi æfingar til að æfa viðfangsefnin
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta spila golf og frjálsar íþróttir eftir leikreglum
    • Geta horft á báðar íþróttagreinarnar og skilið það sem er að gerast
    • Geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefnin á uppbyggilegan hátt
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina.