Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581521008.4

    Stærðfræði í hönnun og listum
    STÆR2HÖ05
    111
    stærðfræði
    Stærðfræði í hönnun og listum
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er stærðfræði kynnt í nýju ljósi og lögð áhersla á þá þætti hennar sem tengjast listum og hönnun. Meðal þess sem skoðað er: Fibonacci, gullinsnið, margflötungrar - Origami - Tilings, fractals, snúningar - hliðrun - færslur, stærðfræði í arkitektúr.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Pýþagórasarreglu um rétthyrnda þríhyrninga
    • Fibonacci talnarunnunni
    • Gullinsniði
    • Snúningum, hliðrun og færslu
    • Margflötungum, Origami, Tilings og Fractals
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita Pýþagórasarreglu til að reikna út stærðir
    • Reikna út og mæla hlutföll í gullinsniði
    • Spegla, snúa og hliðra formum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt.
    • Átta sig á tengslum stærðfræðilegra hugmynda við náttúru og listir
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.