Í áfanganum “Tröllin heim” er lögð áhersla á samþættingu ólíkra námsgreina eins og íslensku, þjóðfræði og sköpunar. Um er að ræða þverfaglegan áfanga sem ætlað er að efla læsi, gagnrýna og skapandi hugsun sem höfð skal að leiðarljósi í öllu námi. Áfanginn miðar að því að virkja sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Áhersla er lögð á tilraunavinnu þar sem nemendur vinna í og með ólík efni og miðla. Nemendur gera tilraunir með margvíslegan óhefðbundinn efnivið þar sem þeir leitast við að finna óvæntar og skapandi leiðir til úrlausnar. Í áfanganum eiga nemendur að sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkefnum sínum og beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verka sinna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Fjölbreyttum orðaforða til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær í tengslum við umfjöllun um mismunandi viðfangsefni
Mismunandi tegundum læsis og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar
Mismunandi samfélagslegum og menningarlegum aðstæðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem þeir öðlast í áfanganum
Sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu sjálfstæðs lokaverkefnis
Taka ábyrgan þátt í samræðum um samfélagslegar og menningarlegar aðstæður er koma fram í kvikmyndum, myndlist og bókmenntum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Efla læsi, gagnrýna og skapandi hugsun gegnum bókmenntir, kvikmyndir og aðrar listgreinar
Beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta og myndefnis
Draga ályktanir út frá efninu og setja fram eigin hugmyndir, skriflega og verklega
Átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum úr texta og myndefni
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum