Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581609523.05

    Forritun, grunnur
    FORR1GR05
    8
    forritun
    Grunnur að forritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kenna undirstöðuatriði í forritun, helstu hugtök og meginatriði forritunar. Farið er í skilyrðissetningar, lykkjur, aðferðir, fylki og strengjavinnslu. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér snyrtilegan frágang og öguð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Undirstöðuatriðum og grunnhugtökum forritunar
    • Uppbyggingu forrita
    • Skilyrðissetningum og slaufum
    • Texta-, strengja- og fylkjavinnslu
    • Þarfagreiningu, hönnun og prófun forrita
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með grunnskipanir í forritun
    • Vinna með inntak og úttak í forritun
    • Hanna og forrita á læsilegan og skiljanlegan hátt
    • Finna og laga villur í forritum
    • Finna hjálp og upplýsingar á netinu
    • Verða sjálfbjarga í að finna út hvað hægt er að nota í verkefnavinnu
    • Vinna sjálfstætt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta unnið með grunnskipanir í forritun
    • Geta lesið inn upplýsingar, unnið með þær og skilað þeim aftur út á skjáinn í lok úrvinnslu
    • Nota slaufur og skilyrðissetningar í forritun
    • Nýta þekkingu sína til áframhaldandi náms í forritun
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum