Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581677579.91

    Ferðalandafræði
    LAND1FE05
    14
    landafræði
    Ferðalandafræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur helstu verkfærum á netinu og símaforritum (öppum) til að skipuleggja ferðalög um allan heim. Nemendur læra hvernig og hvar hægt er að panta flug og ferðir rafrænt, hvernig og hvar hægt er að panta gistingu rafrænt og hvernig er gott að leita eftir áhugaverðum stöðum til að heimsækja eða skoða á hverjum stað. Áfanginn byggist upp á verkefnavinnu þar sem nemendur skipuleggja ferðlög í mismunandi heimshlutum og með mismunandi ferðamáta og þau rafrænt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Gagnaöflun á vef og úr bókum fyrir ferðakynningar sínar
    • Hvernig náttúra og menning geta verið grundvöllur ferðaþjónustu
    • Aðferðum, tækjum og tólum til að skipuleggja ferðir og búa til einfalt og árangursríkt kynningarefni
    • Undirstöðuatriðum í frágangi mynda og texta í kynningarefni
    • Góðri framsetningu með stafrænum hætti, hvort sem er á vef eða myndböndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nýta sér ýmsar upplýsingaveitur á vefnum til að skipuleggja viðkomustaði svo sem söfn og veitingastaði
    • Nýta sér vefinn í leit að ferðum, flugi og gistingu
    • Nýta sér öpp sem henta til ferðlaga eftir tilgangi og skipulagi ferðar
    • Lesa úr, búa til og notfæra sér ólík kort, sérstaklega stafræn
    • Útbúa kynningarefni með myndböndum, myndum og texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skipuleggja ferðir og ferðast á eigin vegum á sem öruggastan máta
    • Útbúa fjölbreytt ferðagögn
    • Útbúa fjölbreytt og lifandi kynningarefni á mismunandi formi
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.