Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581688244.63

    Fagleg þróun og samstarf við listamenn
    MYNL3FÞ05
    17
    myndlist
    Fagleg þróun og samstarf við listamenn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum skoða nemendur margvíslega möguleika á starfsferli sem beint og óbeint byggir á námi í myndlist. Nemendur kynnast starfsumhverfi myndlistarmanna með samstarfi og aðstoð við starfandi listamenn við undirbúning og gerð sýningar. Nemendur hagnýta síðan þá reynslu við undirbúning eigin sýningar þar sem nemendur skipuleggja allt ferlið og ákveða sýningarstað í samráði við kennara. Áhersla er lögð á sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Faglegri nálgun í myndlist
    • Miðlun sköpunar sinnar
    • Samfélagslegu hlutverki myndlistar
    • Mikilvægi agaðra og sjálfstæðra vinnubragða
    • Hugmyndavinnu
    • Gildi þess að tjá sig um eigin sköpun og sýna
    • Mikilvægi þess að geta miðlað myndlist á fjölbreytilegan hátt
    • Undirbúningi og uppsetningu myndlistarsýninga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna úr ólíkum verkefnum á agaðan og sjálfstæðan hátt, hvort sem þau eru sjónræns eðlis eða þekkingarfræðileg
    • Skipuleggja verkferli í listgrein sinni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
    • Skipuleggja listviðburði
    • Sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
    • Tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin verkferli og listrænar niðurstöður
    • Öðlast öryggi í beitingu mismunandi miðlunarleiða í sinni listgrein og geti valið viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vinna faglega og sjálfstætt að eigin sköpun
    • Hagnýta þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér
    • Öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýna áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • Nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun
    • Vinna í samstarfi við aðra listamenn við uppsetningu listræns viðburðar
    • Greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • Öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
    • Geta staðið að opinberri sýningu/tónleikum/viðburði og miðlað þar listrænum styrk sínum
    • Þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.