Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581690200.9

    Saga rokktónlistar
    SAGA2RS05
    42
    saga
    rokksaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir þróun dægurtónlistar, sérstaklega í hinum vestræna heimi. Upphaf tónlistar og þróun hennar eru skoðuð stuttlega en aðaláhersla er lögð á þróun tónlistarinnar frá 1950 til okkar tíma. Fjallað verður um helstu strauma og stefnur, s.s. rokk, popp, þjóðlagatónlist, pönk og diskó og ýmsar þekktar hljómsveitir og tónlistarmenn sem höfðu áhrif á þróun mála. Íslensk dægurtónlist verður tekin sérstaklega fyrir. Áfanganum er ætlað að efla læsi nemenda á dægurtónlist, að þeir þekki til þróunar hennar og helstu áhrifavalda. Áfanganum er einnig ætlað að efla gagnrýna og skapandi hugsun og almenna þekkingu á tónlistariðnaðinum.
    INNF1IF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þróun dægurtónlistar sem listforms og afþreyingariðnaðar
    • Þróun íslenskrar dægurtónlistar
    • Helstu áhrifavöldum í hópi flytjenda og laga -og textasmiða
    • Hvernig dægurtónlist hefur haft áhrif á menningu okkar og daglegt líf
    • Dægurtónlist sem áhrifavalds í sögunni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þá þekkingu sem þeir öðlast í áfanganum
    • Sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við útfærslu verkefna
    • Taka ábyrgan þátt í samræðum um samfélagsleg og menningarleg áhrif dægurtónlistar
    • Meta og greina hvernig dægurtónlist getur endurspeglað söguna og stórviðburði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skilja þróun dægurtónlistar og getað t.d. áttað sig á mismunandi stefnum og hvaðan þær koma
    • Beita gagnrýninni hugsun þegar hlustað er á tónlist til að geta áttað sig á tilgangi hennar og þeirra texta sem við hana eru samdir
    • Átta sig á mikilvægi dægurtónlistar í heimsmynd okkar og hvernig tónlistariðnaðurinn virkar
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.