Í þessum áfanga er fjallað um vefsíðugerð og vefforritun. Farið verður í nokkur helstu verkfæri til að búa til vefsíður sem og unnin verkefni í vefforritun. Áhersla verður lögð á að kynnast mismunandi verkfærum til að búa til vefsíður, bæði á myndrænan hátt en einnig mismunandi forritunarumhverfi fyrir html kóðun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu möguleikum hvað varðar heimasíðugerð án forritunar
Hugtökum í vefforritun
Vefforritun í mismunandi umhverfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota mismunandi umhverfi til að hanna vefsíður
Forrita í html
Nota helstu hjálparverkfæri í vefforritun
Lesa html kóða í vefsíðu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Búa til html síðu á réttan hátt
Forrita viðmót
Nýta lágmarksfjölda skipana til að leysa verkefni
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.