Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581694331.09

    Efni og litir
    MYNL1EL05
    11
    myndlist
    Efni og litir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum grunnáfanga vinna nemendur á kerfisbundinn hátt með mismundandi gerðir af málningu, akríl, olíu og vatnsliti á mismunandi pappír og á striga. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á blöndunareiginleikum mismunandi tegunda af málningu og þjálfist í notkun íblöndunarefna. Í litafræðinni kynnast nemendur grundvallaratriðum í meðferð lita, þar sem þeir kanna samspil lita, virkni þeirra og áhrif. Í lokin vinna nemendur markvisst með fjölbreytta liti og litablöndun með það í huga að kanna möguleika sína á persónulegri tjáningu í málverki.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Blöndun grunnlita í litatóna og hugtökum þar að lútandi
    • Að beita litum á fjölbreyttan hátt á ýmis konar efni
    • Tóni, blæ, ljósmagni og litablöndun
    • Nýtingu litaskalans á áhrifaríkan hátt í einföldum myndum
    • Greiningu áhrifa lita og litasamsetningar í mismunandi samhengi
    • Greiningu með vísan til táknfræði, á hvaða möguleg áhrif samsetning lita og forma getur haft
    • Kenningum/lögmálum litafræðinnar; litahringnum, andstæðum litum, heitum og köldum litum (Johannes Itten)
    • Litgreiningu
    • Áhrifum ljóss og skugga á liti
    • Blæbrigðum litar
    • Einlit (monochrome)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Blanda liti og ná fram mismunandi tónum
    • Nýta sér hin ýmsu efni til myndlistar
    • Leita sér heimilda og nýta sér þær
    • Að nota mismunandi íblöndunarefni til að ná fram ólíkum eiginleikum litanna
    • Beita lögmálum litafræðinnar við blöndun lita
    • Finna og greina liti í umhverfinu
    • Sjá andstæða liti í skuggum
    • Nota ljósmyndatækni við að taka myndir af skuggum
    • Framkvæma tilraunir og setja þær fram á frambærilegan og persónulegan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Geta blandað hvern þann lit sem hann finnur í umhverfi sínu
    • Nýta sér lögmál andstæðra lita; hvernig þeir vinna saman og hafa örvandi áhrif á virkni hver annars
    • Nýta áhrif litar á myndbyggingu og áhrif á rýmiskennd
    • Geta greint mismunandi litbrigði í einföldum lit
    • Nota myndavél til þess að mynda virkni andstæðra lita eftir mismunandi ljósi
    • Geta nýtt sér áhrif tónlistar á listsköpun sína