Í þessum grunnáfanga vinna nemendur á kerfisbundinn hátt með mismundandi gerðir af málningu, akríl, olíu og vatnsliti á mismunandi pappír og á striga. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á blöndunareiginleikum mismunandi tegunda af málningu og þjálfist í notkun íblöndunarefna. Í litafræðinni kynnast nemendur grundvallaratriðum í meðferð lita, þar sem þeir kanna samspil lita, virkni þeirra og áhrif. Í lokin vinna nemendur markvisst með fjölbreytta liti og litablöndun með það í huga að kanna möguleika sína á persónulegri tjáningu í málverki.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Blöndun grunnlita í litatóna og hugtökum þar að lútandi
Að beita litum á fjölbreyttan hátt á ýmis konar efni
Tóni, blæ, ljósmagni og litablöndun
Nýtingu litaskalans á áhrifaríkan hátt í einföldum myndum
Greiningu áhrifa lita og litasamsetningar í mismunandi samhengi
Greiningu með vísan til táknfræði, á hvaða möguleg áhrif samsetning lita og forma getur haft