Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581694960.58

    Skapandi hugsun
    HUGS2SH05
    1
    Hugur og hönd
    Skapandi hugsun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið að virkjun sköpunarkrafts og hugmyndaauðgi nemenda. Nemendur kynnast aðferðum og tileinka sér bæði hefðbundnar og persónlegar vinnuaðferðir við úrvinnslu hugmynda. Þeirr safna hugmyndum í leiðabók/ skissubók og vinna með sambandið á milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og sköpunar. Fjallað er um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Notaðar eru ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegnum leik og tilraunir. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir, þar sem nemendur vinna bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Rík áhersla er lögð á mikilvægi ímyndunaraflsins í sköpunarferlinu og unnið með ólíkar aðferðir til að virkja það. Áhersla er lögð á sjálfstæða sköpun og skilning á þróun hugmynda og myndrænu ferli.
    INNL1IL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Aðferðum við að fá hugmyndir og vinna úr þeim
    • Hugkortum, hugstormun, þemavinnu og stemningsspjöldum/innblásturssöfnum
    • Markvissum leiðum til að halda utan um hugmyndir sínar og úrvinnslu þeirra
    • Þýðingu fjölbreyttrar gagnasöfnunar við þróun hugmynda
    • Hugsunarferlinu frá hugmynd til framkvæmdar
    • Eigin persónulegu leiðum við hugmyndavinnu
    • Samhenginu milli hugmyndar, efnis, rýmis, tækni, aðferða og niðurstöðu
    • Möguleikum rýmis, lita, ljóss, hljóðs, tækja og tóla við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda
    • Hvað hugtökin list og hönnun standa fyrir í víðum skilningi
    • Hver munurinn er á öpun og sköpun
    • Náttúrunni og eigin menningu sem uppsprettu hugmynda
    • Að verða læs á umhverfi sitt og geta metið það með tilliti til úrbóta
    • Nýjungum í gegnum upplýsingamiðla, handbækur og fagtímarit
    • Virði þess að skrá hjá sér hugmyndir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita opinni og leitandi hugsun við þróun hugmynda
    • Sjá skapandi möguleika í mistökum sem hann gerir
    • Skýra hugmyndir sínar á munnlegan, skriflegan og myndrænan hátt
    • Beita margvíslegum aðferðum til að virkja ímyndunaraflið
    • Koma auga á óvænt samhengi og gera það sýnilegt
    • Beita sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi í vinnubrögðum við framsetningu eigin hugmynda
    • Nýta sér helstu aðferðir við hugmyndavinnu
    • Nota skissubók við öflun og úrvinnslu hugmynda
    • Vinna ferlið frá hugmynd til framkvæmdar
    • Tileinka sér hefðbundnar og óhefðbundar vinnuaðferðir við hönnun og hugmyndavinnu s.s. hugmyndasöfnun, skissuvinnu á blað og í tölvu/síma
    • Vinna með mismunandi hráefni og gera tilraunir með efni
    • Koma hugmyndum sínum myndrænt á framfæri í formi skissuvinnu á blaði eða í tölvu
    • Temja sér sjálfstæði, gagnrýna hugsun og öguð vinnubrögð
    • Tala um hugmyndir, greina þær, vega og meta og myndgera þær svo aðrir skilji
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Þróa hugmyndir sínar á opinn og skapandi hátt í gegnum tilraunir og fræðilegar aðferðir
    • Kynna hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt
    • Nýta margvíslega möguleika við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda
    • Vinna hugmyndavinnu í hóp og bera virðingu fyrir öðrum og skoðunum annarra
    • Setja hugmyndir sínar fram í skissuformi
    • Þróa eigin hugmyndir og setja þær fram í formi myndræns ferlis
    • Skilja sambandið milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og listrænnar sköpunar
    • Skilja mikilvægi ferilvinnu í allri sköpun
    • Greina hvernig gagnrýni á verk hans getur gagnast við endanlega útkomu
    • Vera fær um að nýta sér gagnrýni til góðs