Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581927181.87

    Íslenska - undirbúningsáfangi
    ÍSLE1UN05
    134
    íslenska
    undirbúningsáfangi í íslensku
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er undirbúningsáfangi fyrir aðra íslenskuáfanga á framhaldsskólastigi. Farið er í helstu efnisatriði sem nemendur þurfa og eiga að ná tökum á áður en lengra er haldið. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði og málnotkun, starfsetningu, ritun, bókmenntum og tjáningu.
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki stóðust lokaviðmið grunnskóla.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum hugtökum sem notuð eru í bókmenntum og málfræði
    • innihaldi úr völdum textum
    • fjölbreyttum orðaforða úr ræðu og ritmáli
    • undirstöðuatriðum í ritgerðaskrifum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • flytja og kynna verkefni
    • skrifa texta af ýmsu tagi með skýrri framsetningu
    • nýta sér ýmis hjálpartæki við ritun og stafsetningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja eigin fullyrðingar og skoðanir
    • finna skapandi lausnir á mismunandi viðfangsefnum
    • ræða atburðarás í ýmiskonar frásögnum