Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581931638.92

    Skapandi hannyrðir
    HANN1SH05
    2
    hannyrðir
    Skapandi hannyrðir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Viðfangsefni áfangans eru hannyrðir á breiðum grundvelli. Hannyrðir eru skilgreindar af nemendum og verk unnin með viðurkenndum hannyrðaaðferðum, s.s. prjóni, hekli, útsaumi, hnýtingum og fleiru. Auk þess kynnast nemendur listamönnum sem nota hannyrðir í sköpun verka sinna og vinna eigið verk í framhaldi af því. Farið verður yfir sögu hannyrða frá baðstofu til hannyrðapönks og rætt um hlutverk hannyrða í nútímanum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Aðferðum hannyrða
    • Sögu hannyrða
    • Hannyrðalist
    • Sköpun hannyrðaverka
    • Sjálfstæðum vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita aðferðum mismunandi hannyrða
    • Nota aðferðir hannyrða í listsköpun
    • Útfæra og framkvæma eigin hugmyndir innan sviðs hannyrða
    • Taka sjálfstæðar ákvarðanir um val á verki sem skal vinna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Móta hugmyndir að eigin hannyrðaverki
    • Ákveða aðferð og skapa eigið verk út frá hugmyndum sínum
    • Ræða og rökstyðja val á útfærslum verka
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.