Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581947510.71

    Aflfræði og tvívíð hreyfing
    EÐLI3TV05
    36
    eðlisfræði
    Aflfræði og tvívíð hreyfing
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Efni þessa áfanga er útvíkkun þeirrar aflfræði sem kennd var í EÐLI2AV05 og tekur fyrir flóknari tegundir hreyfingar. Þannig er nú fjallað um tvívíða hreyfingu, svo sem hreyfingu eftir hringferli, einfaldar sveiflur og bylgjur. Einnig eru aflfræði samsettra hluta til skoðunar og fjallað um hverfitregðu og snúningsorku. Ný hugtök og varðveislulögmál eru kynnt til sögunnar sem tengjast skriðþunga og hverfiþunga. Ljósgeislafræði er gerð skil og endurkast, ljósbrot og linsur eru til umfjöllunar. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hreyfingum agna í tvívíðu rúmi
    • Miðsóknarhraða og hröðun, ásamt miðsóknarkrafti agna í hringhreyfingu
    • Jarðmiðjukenningunni , sólmiðjukenningunni , lögmáli Keplers um sporbauga, lögmáli Newtons um þyngdaraflið og þyngdarfastakenningunni
    • Hegðun og sveiflum massa í fjaðrandi miðlum ásamt grunnskilning á eigintíðni
    • Breytingum á stöðu-og hreyfiorku, ásamt hugtökum um skriðþunga
    • Einföldum bylgjuhreyfingum og ljósgeislafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Fjalla um hreyfingu í fleti
    • Gera grein fyrir atlagi og skriðþunga
    • Útskýra einfalda sveifluhreyfingu
    • Fjalla um bylgjur í fleti
    • Reikna jafnvægi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Beita skipulögðum aðferðum við að leysa verkefni úr þeim efnisþáttum sem teknir eru fyrir
    • Gera verklegar tilraunir úr efninu, skrá niðurstöður sínar skipulega og vinna úr þeim
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.