Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1581948527.07

    Stærðfræði, rúmfræði
    STÆR2RF05
    112
    stærðfræði
    rúmfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginefni áfangans er rúmfræði. Efnisþættir sem teknir eru fyrir í áfanganum eru: Rúmfræði, kynning á frumhugtökum rúmfræðinnar, hornasumma þríhyrnings, hlutföll í þríhyrningum og regla Pýþagórasar. Flatarmál og rúmmál. Horn við hring. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum. Mælieiningar. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, röksemdafærslur og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Flatarmáli og rúmmáli
    • Hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningum
    • Pýþagórasarreglunni
    • Hornasummu þríhyrnings
    • Hlutföllum í þríhyrningum
    • Horni við hring
    • Metrakerfinu (metrar, fermetrar, rúmmetrar) og mælieiningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Leysa rúmfræðileg vandamál
    • Finna horn og hliðar í þríhyrningum
    • Reikna flatarmál og rúmmál
    • Reikna stærðir í einslægum þríhyrningum
    • Finna ferilhorn og miðhorn
    • Vinna með mælieiningar
    • Skilja og vinna með hornaföll í rétthyrndum þríhyrningum
    • Vinna með og nota Pýþagórasarregluna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Ræða um stærðfræðileg viðfangsefni við aðra og setja úrlausnir sínar fram skriflega á skiljanlegan og snyrtilegan hátt
    • Vinna til baka út frá þekktum stærðum og reglum, t.d. að reikna radíus kúlu ef rúmmál hennar er gefið
    • Skilja merkingu helstu stærðfræðitákna og hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • Kunna að nota þekktar formúlur og vinna út frá þeim
    • Geta valið þær aðferðir sem við eiga hverju sinni til að leysa verkefni og beita þeim rétt
    • Geta fylgt og skilið röksemdafærslu í mæltu máli og í texta
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.