Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1581953901.59

  Saga, þungarokk og þjóðmenning
  SAGA2ÞR05
  44
  saga
  þungarokk og þjóðmenning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum eru skoðuð metalbönd frá ýmsum löndum og könnuð tengsl milli þeirra og þjóðmenningar viðkomandi landsvæðis. Rýnt erí texta og og tónlistina sjálfa og kannað hvort sótt er í þjóðlagahefð viðkomandi þjóðar og hvort textaskáld sækja í menningu og sögu þjóðar sinnar. Sérstök áhersla er á hinar nýfrjálsu þjóðir og svæði sem búið hafa við langvarandi ófrið vegna trúarbragða. Síðast en ekki síst er þungarokk og pönk skoðað með kynjagleraugum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Sögu og menningu mismunandi þjóða
  • Einkennum þjóðmenningar nýfrjálsra ríkja
  • Menningar- og sögulegum bakgrunni tónlistar og texta
  • Takmörkunum á tjáningarfrelsi í ýmsum ríkjum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Leita að upplýsingum sem gagnast í náminu
  • Leggja mat á áreiðanleika upplýsinga
  • Vinna úr upplýsingum sem aflað er með ýmsu móti
  • Nota þýðingarforrit til að átta sig á merkingu texta á framandi tungumálum
  • Hlusta á framandi tónlist
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Fjalla um tengsl þungarokks og þjóðmenningar
  • Horfa fordómalaust á framandi menningu
  • Auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart ólíkri menningu og siðum
  Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.