Grunnáfangi í kynjafræði þar sem teknar eru fyrir birtingarmyndir og staðalmyndir kynjanna í fortíð og nútíð með áherslu á að greina stöðu kynjanna eins og hún er í dag víðsvegar um heiminn. Fjallað er um mikilvægi jafnræðis meðal borgara í lýðræðisþjóðfélagi. Í því sambandi verður unnið sérstaklega að greiningu á þeim menningarlega og félagslega mun sem einkennt hefur stöðu kynjanna í samfélaginu í gegnum söguna til dagsins í dag. Fjallað er rækilega um stöðu kynjanna á ýmsum sviðum samfélagsins allt frá fjölskyldulífi til stjórnmála. Leitað verður svara við því af hverju staða kynjanna er ólík og hvort að þörf sé fyrir breytingar.
Nemendur fá þjálfun í beitingu kynjagleraugna á hin margbreytilegu svið mannlífsins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarhugtökum kynjafræðinnar
stöðu og viðhorfum til kynjanna í samfélaginu
sögu jafnréttisbaráttunnar
stöðu og réttindarbaráttu ýmissa jaðarhópa hér heima og erlendis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðum um algeng álitamál sem tilheyra kynjafræðinni
greina stöðu og staðalmyndir kynjanna úr fjölbreyttum miðlum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
líta á samfélagið út frá sjónarhorni kyns og kynferðis með gagnrýnum augum
mynda sér skoðun og gera grein fyrir henni með tilliti til kenninga kynjafræðinnar og hugtaka
Fjölbreytilegt námsmat. Nánar um námsmat í kennsluáætlun