Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: Wed, 19 Feb 2020 13:20:13 GMT

    Listamenn og listastefnur
    MYNL1LL02
    12
    myndlist
    Listamenn og listastefnur
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er megináhersla á myndlist, listamenn og listastefnur þar sem nemendur skoða eigin reynslu af listgreinunum og auka þekkingu sína á því hvað þær ganga út á. Skoðaðir eru mismunandi listamenn og listastefnur. Stefnt er að því að nemendur verði færir um að meta ólíka list á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, öðlist grunnkunnáttu til að lesa algeng tákn og merkingu út úr listaverkum og geti að einhverju leyti lagt mat á fagurfræðilegt gildi þeirra. Áhersla er lögð á að nemendur auki orðaforða sinn á sviði menningar og lista og geti tjáð skoðanir sínar og rökstutt.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Grunnþáttum listgreina
    • Orðaforða til að geta tjáð sig um list, listamenn og listviðburði
    • Vinnuumhverfi,vinnutækjum og áhöldum viðkomandi listgreinar
    • Að setja listir í menningarlegt og sögulegt
    • Mismunandi nálgun listamanna við listsköpun
    • Helstu listamönnum sögunnar og helstu listastefnum
    • Að miðla listsköpun með því að tjá sig um hana
    • Að þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita skapandi hugsun
    • Að skoða listaverk og fjalla um megininntak þeirra á skapandi hátt
    • Að efla skilning sinn á listrænni vinnu, að upplifa, skynja og túlka það sem hann sér, upplifir
    • Að taka þátt í samræðum um listgreinarnar, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
    • Að skoða ólíkar hugmyndir listamanna bak við listaverk og ræða um þær á skapandi hátt
    • Að skoða hvar list er í umhverfinu og fjalla um það
    • Að skiptast á skoðunum og setja fram hugmyndir sínar og bregðast við viðmælendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tjá skoðanir sínar og tilfinningar um list, listamenn og listviðburði
    • Horfa á myndlist með opnum hug
    • Vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk listsköpunar
    • Þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • Meta eigið vinnuframlag