Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582620095.06

    Fjarskipti 1 - GMDSS-ROC
    FJAS3SA04(AS)
    3
    Fjarskipti skipa
    Fjarskipti - SA
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AS
    Námi í þessum áfanga er ætlað að veita nemanda undirstöðuþekkingu á sviði fjarskipta. Kynntur er fjarskiptabúnaður skipa og notkun hans. Nemandi skal öðlast nægilega haldgóða þekkingu og færni í fjarskiptum og notkun fjarskiptabúnaðar til þess að hann geti sinnt störfum fjarskiptamanns með takmarkað fjarskiptamannsskírteini (ROC). Hann skal og geta annast nauðsynlegt viðhald fjarskiptabúnaðar um borð í skipum. Æfa skal alþjóðastafrófið í skeytasendingum, setja upp og senda neyðar-, medico- , háska-, öryggis- og veðurskeyti á MF- og VHF-talstöðvar. Nemandi fær þjálfun í að færa radíódagbók og nota gjaldskrá. (Model course 1.26, Model course 1.25, Competence: 6.3) Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    ENSK2AE05AT
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • alþjóðastafrófi fyrir talviðskipti, heitum einstakra hluta og skammstöfunum þeirra á íslensku og ensku.
    • reglugerðum sem gilda um fjarskipti og fjarskiptabúnað í skipum.
    • GMDSS kerfinu.
    • tegundum og táknum útgeislana.
    • útbreiðslu og notkun tíðna, þagnartímabilum og þagnarskyldu.
    • valdi skipstjóra sem „stöðvarstjóra“.
    • greiðslukóða íslenskra skipa og þýðingu IS-01.
    • leyfisbréfi, skoðunar- og öryggisvottorði.
    • tilgangi og notkun stafræns valkalls (DSC) og tilgangi rásar 70 VHF- DSC.
    • NAVTEX-kerfinu, hlutverki þess og uppbyggingu.
    • kallmerki og MMSI-númerum og hvernig undirskrift er staðfest.
    • tilkynningarskyldu íslenskra skipa og viðskiptalista og boðleiðum tilkynningarskyldunnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • annast talviðskipti með notkun alþjóðastafrófs.
    • setja upp skeyti, senda loftskeyti, neyðarskeyti og medico-, háska-, öryggis- og veðurskeyti.
    • nota MF- og VHF-talstöðvar, DSC búnað fjarskiptastöðva.
    • annast neyðarviðskipti, nota radíóneyðarbaujur (EPIRB) og radarsvara (SART).
    • færa radíódagbók og annast viðhald á neyðarrafhlöðum.
    • tengja loftnet og hafa samband við strandstöðvar.
    • velja tíðnir og nota gjaldskrá.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta sinnt störfum fjarskiptamanns með takmarkað fjarskiptamannsskírteini (ROC).
    • geta annast nauðsynlegt viðhald fjarskiptabúnaðar um borð í skipum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.