Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582625341.19

    Siglingasamlíkir - grunnur
    SAML3SA04(AS)
    3
    Siglingahermir
    Siglingasamlíkir - SA
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AS
    Nám í þessum áfanga á að efla þekkingu og færni nemenda í undirstöðuþáttum siglingafræðinnar og í notkun siglingatækja með því að veita þeim verklega þjálfun í siglingu skipa í siglingahermi þar sem reynir á þekkingu og hæfni í þessum greinum. Í þessum áfanga gefst nemanda færi á öðlast hagnýta þjálfun í skipstjórn, veitt er verkleg þjálfun í notkun siglingafræði og þjálfun í notkun ratsjár til staðsetningar og í skipaumferð í dimmviðri. Virkni mismunandi stillinga ratsjár sýnd og reynd með dæmum í samlíkinum. Þjálfun í notkun GPS-búnaðar og AIS-búnaðar. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    SIGF2SA04AS SRSK2SA05AS SIGT2SA04AS
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • muninum á hinum ýmsu stillingum ratsjárinnar, þ.e. sýndarhreyfingu og raunhreyfingu.
    • stafnlínu upp (head up) - norður upp (north up) - stefnu upp (course up).
    • þýðingu þess fyrir gæði ratsjármyndarinnar að stilla rétt (gain, tune, seaclutter, rainclutter o.fl.).
    • hvort miðun og fjarlægð til skips breytist og þá hvort hætta sé á árekstri.
    • CPA, TCPA, hvaða þýðingu þessar upplýsingar hafa og hvernig á að nýta þær af fullu öryggi.
    • því sem huga þarf að við siglingu til hafnar eða á grunnsævi.
    • GPS-staðsetningarkerfinu og notkun þess við staðarákvörðun.
    • AIS-kerfinu og notkun þess við að tryggja öryggi við siglingar.
    • notkun siglingaljósa og dagmerkja.
    • siglingamerkjum í sjókortum.
    • helsta mun á venjulegri ratsjá og ARPA-ratsjá.
    • notkun dýptarmælis við staðarákvörðun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kveikja á öllum siglingatækjum skipsins og búa það til brottfarar.
    • ákvarða stað skipsins með siglingatækjum og setja staðarákvörðun út í sjókortið.
    • gera siglingaáætlun í sjókort og fylgja henni.
    • reikna út drift og leiðrétta stefnu samkvæmt því.
    • finna siglda stefnu með því að nota straumþríhyrninga.
    • finna út, með notkun miðunarlínu og fjarlægðarhrings hvort skip sem nálgast séu á árekstrarstefnu og grípa til viðeigandi ráðstafana til að forða árekstri.
    • nýta grunnatriði ARPA-ratsjár til að fá upplýsingar um nálæg skip, stefnu þeirra, hraða og aðskilnað við eigið skip ef leiðir skerast.
    • beita siglingareglum við siglingu í umferð og velja sigldan hraða eftir aðstæðum.
    • nýta siglingamerki í sjókortum sér til leiðbeiningar við siglingu skipsins.
    • nota dýptarmæli.
    • setja á sjálfvirk þokumerki.
    • stilla og nota talstöð.
    • stilla og nota sjálfstýringu.
    • senda tilkynningar til vaktstöðvar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • staðsetja skip og stjórna því við erfiðar aðstæður í mikilli skipaumferð og dimmviðri.
    • „plotta“ skip á ratsjánni og forðast árekstur.
    • nýta þekkingu á siglingareglum við siglingu skips í umferð.
    • nota sjálfstýringu og stilla eftir aðstæðum.
    • nota samhliða línur „Paralell Index“ við siglingu með ströndum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.