Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582626447.38

    Siglingafræði 1 - undirstöðuþættir
    SIGF2SA04(AS)
    2
    Siglingafræði
    Siglingafræði - SA
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AS
    Nám í áfanganum kynnir nemendum undirstöðuþætti siglingafræðinnar þannig að þeir geti með aðstoð þeirra tækja sem um borð eru staðsett skip, reiknað og sett út stefnur og siglt skipi af öryggi við allar raunhæfar umhverfisaðstæður til veiða og milli hafna. Nemendur eiga ennfremur að geta gert einfaldar siglingaáætlanir. (Model course 7.03, Competence: 1.1.2.1, 1.1.2.2, 1.1.2.5 – 1.1.2.11,). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum siglingafræðinnar.
    • bauganeti jarðar, breiddar- og lengdarmun og tilurð sjómílunnar.
    • upplýsingum sem lesa má af sjókorti um dýpi, vita og önnur siglingamerki.
    • áhrifum sem umhverfið hefur á siglingu skips, s.s. straumum og vindi.
    • hvernig nota má áttavita til að finna stefnur og staðsetningu.
    • uppbyggingu áttavita, þáttum sem hafa áhrif á þá og hvers þurfi að gæta við lestur af þeim.
    • straumröstum og hvað ber að varast við siglingar í eða nærri þeim.
    • misvísun og aðferðum til að reikna yfir í rétt vísandi stefnur og miðanir.
    • orsökum segulskekkju og aðferðum til að leiðrétta áhrif hennar.
    • gerð og notkun vegmælis.
    • straumþríhyrningum og notkun þeirra til að leiðrétta áhrif driftar.
    • reglum um færslu dagbókar.
    • hættum samfara siglingu í ís.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota sjókort í mismunandi mælikvarða, þ.e. mæla upp og setja út stað í sjókorti.
    • nota kompás.
    • vinna í sjókorti og leiðrétta það.
    • setja út stefnur, miðanir og fjarlægðir í kort til staðsetningar.
    • mæla vegalengdir í sjókorti.
    • lesa/telja á vitum og öðrum ljósmerkjum.
    • finna tíma flóðs og fjöru og flóðhæðir.
    • gera staðarákvarðanir með jarðlægum athugunum.
    • setja út staðarlínur í sjókort.
    • nota segulskekkjutöflur til að leiðrétta stefnu.
    • nota vegmæli og reikna drift.
    • sigla skipi af öryggi í hafís.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sigla skipi af öryggi til veiða og milli hafna.
    • sigla skipi af öryggi í hafís.
    • reikna út stöðu sjávarfalla í höfnum á Íslandi.
    • gera segulskekkjuathugun.
    • lesa sjókort og átta sig á merkingum, táknum og skammstöfunum í þeim.
    • mæla upp stefnur og vegalengdir í sjókortum.
    • setja siglingaáætlun í sjókort og fylgt henni.
    • reikna út siglingatíma milli staða og fundir ETA.
    • setja staðarákvarðanir út í sjókort, gerðar með jarðlægum athugunum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.