Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582626647.37

    Siglingafræði 2 - undirstöðuþættir, framhald
    SIGF3SA05(BS)
    5
    Siglingafræði
    Siglingafræði - SA
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    BS
    Nám í áfanganum veitir nemendum frekari og ítarlegri þekkingu á undirstöðuatriðum siglingafræðinnar. Nemendur fá æfingu í gerð siglingaáætlana og vinnu í sjókortum. Nemendur þjálfast í færslu dagbóka og fá einnig kynningu á notkun ATT (Admiralty Tide Tables). (Model course 7.03, Competence: 1.1.2.6, 1.1.2.7, 1.1.2.8, 1.1.2.8, 1.1.2.11, 1.1.2.12, Model course 7.01, Competence: 1.2.1.2, 1.3.1.1). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    SIGF2SA04AS SRSK2SA05AS
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig skipssegulmagn og járn og stál skekkir segulkompásinn.
    • aðferðum við að leiðrétta áttavita og þeim tækjum sem notuð eru við það.
    • innihaldi siglingaáætlunar og hvernig hún er unnin.
    • notkun þríhyrningamælinga við að staðsetja skip.
    • notkun ratsjár við að finna stefnur nálægra skipa og til þess að tryggja næga fjarlægð á milli skipa þegar stefnur þeirra skarast.
    • reglum um færslu leiðarbókar/dagbókar.
    • færslum í dagbók.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út og teikna flóðlínurit fyrir íslenskar hafnir.
    • nota íslensk og erlend straumkort.
    • vinna í sjókorti, setja út staðarlínur, miðanir og mið, merkja og mæla upp staðsetningu.
    • gera siglingaáætlun (Passage Planning).
    • reikna út stefnu og vegalengd milli staða (þríhyrningsfræði).
    • reikna út haldna stefnu og haldna vegalengd.
    • reikna út ágiskaðan stað með notkun þríhyrningafræðinnar.
    • reikna út hraða og stefnu annarra skipa í ratsjá og leggja mat á árekstarhættu.
    • reikna leiðréttingu vegmælis.
    • halda dagbók (log).
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sigla meðalstóru skipi af öryggi við flóknar og erfiðar aðstæður til veiða og milli hafna.
    • gera siglingaáætlun milli staða, reikna út siglingatíma, komutíma og stöðu sjávarfalla við komu.
    • reikna stefnur og vegalengdir milli staða á jörðinni.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.