Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582627654.73

    Siglinga- og fiskileitartæki - grunnatriði
    SIGT2SA04(AS)
    3
    Siglinga- og fiskileitartæki
    Siglinga- og fiskileitartæki - SA
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AS
    Námi í þessum áfanga er ætlað að kynna nemendum helstu siglinga- og fiskileitartæki sem notuð eru í skipum. Gerð er grein fyrir grundvallarþáttum að því er varðar gerð og uppbyggingu þessara tækja, gæði þeirra og takmarkanir. Nemendur verði færir um að nota ratsjá, sjálfstýringu dýptarmæli, sónartæki, AIS-tæki, staðarákvörðunartæki og siglingatölvur af þekkingu og öryggi og þekki notkunarsvið tækjanna, takmarkanir þeirra og annmarka. Nemendur læra að stilla og nota ratsjá og þekkja allar helstu stillingar tækisins. Þeir geti áttað sig á ratsjármynd og nýtt sér hina ýmsu truflanadeyfa og yfirfært þekkinguna yfir á aðrar gerðir tækja. Við stillingu ratsjár skal nemandi leitast við að fá sem besta mynd á skjáinn, sjá hvernig truflanadeyfar (anti-clutterar) vinna, hvernig mismunandi púlslengdir hafa áhrif á aðgreiningarhæfni tækisins, læra að velja rétta fjarlægðarstillingu og púlslengd til að fá sem gleggsta mynd. (Model course 7.03, Competence: 1.1.3). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu tegundum siglinga- og fiskileitartækja og hlutverki þeirra og virkni.
    • samtengingu tækja og miðlun gagna og upplýsinga á milli tækja.
    • uppbyggingu upplýsingakerfa.
    • hlutverki og virkni ratsjár.
    • hlutverki og virkni GPS-kerfisins.
    • hlutverki og virkni sjálfstýringar og fylgitækja.
    • hlutverki og virkni vegmælis.
    • hlutverki og virkni radíóvita.
    • hlutverki og virkni radíómiðunarstöðvar.
    • hlutverki og virkni siglingatölvu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stilla dýptarmæli og meta þær upplýsingar sem fram koma á tækinu.
    • meta botnhörku með aðstoð fiskileitartækja.
    • meta fiskilóðningar sem fram koma á fiskileitartækjum.
    • setja inn leiðir (routes) og leiðarpunkta í GPS og siglingatölvu og fá stefnu og fjarlægð á milli þeirra.
    • beita viðbrögðum við MOB-aðgerðinni (Man over board).
    • nýta sér siglingatölvur og þær upplýsingar sem tækin veita.
    • setja ýmis merki á skjá siglingatölvu, teikna hólf og merkja ferla skipsins.
    • stilla ratsjá, velja rétta fjarlægðarstillingu og rétta púlslengd.
    • nota truflanadeyfi ratsjár, plotthluta og annan hjálparbúnað.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota ratsjá og helstu siglingatæki við siglingu skips á sjálfstæðan hátt.
    • nýta sér eiginleika fiskileitartækja til fullnustu við siglingu og fiskveiðar.
    • nota GPS, dýptarmæli og siglingatölvu af öryggi við siglingu.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.