Nám í þessum áfanga á að kynna nemendum gírókompás og uppbyggingu hans, áreiðanleika, skekkjur og skekkjuvalda, viðhald og umhirðu. Samtengd siglingatæki í brú eru kynnt og nemendur þjálfast í notkun á samtengdum tækjum og lestri úr upplýsingum sem samtenging tækja gefur. Samþætt brúarkerfi (Integrated bridge systems) og samþætt leiðsögukerfi (Integrated navigation systems) eru kynnt. Nemendur eiga að kynnast nýjungum í siglinga- og fiskileitartækjum á hverjum tíma. (Model course 7.03, Model course 7.01, Competence: 1.2, 1.3, 1.5.3, 1.6, Model course 1.32).
Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
SIGT2SA04AS
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
virkni gírókompáss sem stefnugjafa.
uppbyggingu gírókompáss og umhirðu og viðhaldi hans.
skekkjum sem fram geta komið á stefnu gírókompáss.
þeim tækjum sem gírókompásinn er tengdur.
helstu atriðum varðandi notkun á siglingatölvum.
uppbyggingu samtengdra upplýsingakerfa.
notkun upplýsinga sem samþætt brúarkerfi gefur.
notkun upplýsinga sem samþætt leiðsögukerfi gefur.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa saman og stilla stefnu tækja sem tengjast gírókompási.
vinna samkvæmt kröfum IMO til samþættra brúarkerfa.
vinna samkvæmt kröfum IMO til samþættra leiðsögukerfa.
nýta rafræn sjókort og upplýsingakerfi við siglingu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta siglingatæki, leiðsögutæki og upplýsingakerfi við siglingu skipsins.
ákvarða áreiðanleika siglingatækja skipsins.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.