Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582627978.55

    Siglinga- og fiskileitartæki - framhald
    SIGT2SB04(BS)
    4
    Siglinga- og fiskileitartæki
    Siglinga- og fiskileitartæki - SB
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    BS
    Nám í þessum áfanga á að kynna nemendum gírókompás og uppbyggingu hans, áreiðanleika, skekkjur og skekkjuvalda, viðhald og umhirðu. Samtengd siglingatæki í brú eru kynnt og nemendur þjálfast í notkun á samtengdum tækjum og lestri úr upplýsingum sem samtenging tækja gefur. Samþætt brúarkerfi (Integrated bridge systems) og samþætt leiðsögukerfi (Integrated navigation systems) eru kynnt. Nemendur eiga að kynnast nýjungum í siglinga- og fiskileitartækjum á hverjum tíma. (Model course 7.03, Model course 7.01, Competence: 1.2, 1.3, 1.5.3, 1.6, Model course 1.32). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    SIGT2SA04AS
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni gírókompáss sem stefnugjafa.
    • uppbyggingu gírókompáss og umhirðu og viðhaldi hans.
    • skekkjum sem fram geta komið á stefnu gírókompáss.
    • þeim tækjum sem gírókompásinn er tengdur.
    • helstu atriðum varðandi notkun á siglingatölvum.
    • uppbyggingu samtengdra upplýsingakerfa.
    • notkun upplýsinga sem samþætt brúarkerfi gefur.
    • notkun upplýsinga sem samþætt leiðsögukerfi gefur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa saman og stilla stefnu tækja sem tengjast gírókompási.
    • vinna samkvæmt kröfum IMO til samþættra brúarkerfa.
    • vinna samkvæmt kröfum IMO til samþættra leiðsögukerfa.
    • nýta rafræn sjókort og upplýsingakerfi við siglingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta siglingatæki, leiðsögutæki og upplýsingakerfi við siglingu skipsins.
    • ákvarða áreiðanleika siglingatækja skipsins.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.