Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582628797.69

    Málmsmíðar 3 - sjálfstætt smíðaverkefni
    SMÍÐ2VB04(CV)
    3
    Smíðar
    Málmsmíðar - VB
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    CV
    Nemandinn velur verkefni í samráði við kennara og gerir vinnuteikningar og smíðar hluti eða búnað með nákvæmni sem krafist er almennt við smíði vélbúnaðar. Beitt er aðferðum þar sem krafist er kunnáttu og færni í rafsuðu og rennismíði og beitingu handverkfæra, smíðavéla og tækja. Að auki er dýpkuð þekking nemenda á spennum af völdum álags á málmhluti af algengri lögun. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautarlýsingunni.
    IÐTE2VB04BV MLSU2VB03BV RENN2VB03AV SMÍÐ1VB04BV
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • teikningum og hlutateikningum smíðis.
    • fjölbreyttum smíðaaðferðum, val á efni og frágangi smíðis.
    • málmsuðu, lóðningum og suðustellingum.
    • mikilvægi staðla og gagna varðandi álag og þolmörk málma.
    • spennum af völdum álags á málmhluti af algengri lögun, s.s. snúnings-, beygju-, högg-, varma- eða þrýstiálag á öxla, plötur, hringi, tannhjól og gorma.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita margvíslegum tækjum og búnaði við smíði og vinnslu á málmum.
    • nota teikniforrit til að útfæra vinnuteikningar og gera breytingar á teikningum.
    • sneiða hjá því að skapa of spennuhátt ástand í smíðisgripum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna sjálfstætt og gera grein fyrir verkefninu og framkvæmd þess.
    • taka sjálfstæðar ákvarðanir um verklag og setja upp verkferla.
    • geta rökstutt val á aðferðum, efnum, áhöldum og tækjum.
    • gera efnislista byggðan á útfærðum teikningum.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.