Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582628974.59

    Siglingareglur og skipstjórn - grunnatriði
    SRSK2SA05(AS)
    3
    Siglingareglur og skipstjórn
    Siglingareglur og skipstjórn - SA
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AS
    Námi í þessum áfanga er ætlað að veita nemendum þekkingu og skilning á alþjóðlegum siglingareglum, tilgangi þeirra og þjálfun og færni í að beita þeim, þ.m.t. reglum um neyðarmerki og merkjagjafir í sjávarháska. Nemendur tileinka sér ákvæði reglnanna og þekkja afleiðingar þess ef brotið er gegn þeim. Nemandinn skal öðlast æfingu í ratsjársiglingu í ratsjársamlíki og undirstöðuatriðum um varðstöðu í brú. Nemendur læra gerð neyðaráætlunar og um ráðstafanir sem viðhafa þarf til að tryggja öryggi skips, áhafnar, farþega og farms þegar hættu- eða neyðarástand skapast. Nemandi fær fræðslu um stjórntök skipa almennt en þó sérstaklega um viðbrögð við óvenjulegum eða afbrigðilegum aðstæðum þannig að hann geti brugðist rétt við þegar slíkt kemur upp á ferli hans sem skipstjórnarmanns. Veita á nemendum undirstöðuþekkingu á björgunar- og öryggisbúnaði, um undirbúning fyrir notkun hans og sjósetningu. (Model course 7.01, Competence: 1.5.1, 1.5.2, 1.9.3, Model course 7.03, Competence: 1.2.1, 1.2.2, 1.5.2.7). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ákvæðum siglingareglnanna, þ.m.t. notkun ljós- og dagmerkja og hljóðmerkja.
    • stjórntökum sem viðhafa skal gagnvart vélskipum í sjónmáli hvert frá öðru.
    • ákvæðum um gagnkvæma tillitssemi við siglingar og gildi þeirra.
    • reglum um prófanir siglingaljósa.
    • reglum um alþjóðlegar vaktreglur skv. ákvæðum STCW-samþykktarinnar;
    • reglum sem gilda um siglingar í dimmviðri, þokumerkjum sem gefa skal í slæmu skyggni og ráðstöfunum sem viðhafa skal.
    • neyðarmerkjum og merkjagjöfum í sjávarháska.
    • mismun raun- og sýndarhreyfinga í ratsjá og takmörkunum sem geta verið á næmni ratsjár og þar með á áreiðanleika hennar.
    • skjölum sem eiga að vera um borð í skipum til þess að þau teljist haffær.
    • reglum um lágmarksmönnun og réttindi til þess að mega starfa á skipum.
    • gerð, hlutverki og inntaki neyðaráætlunar.
    • framkvæmd æfinga um borð í skipum og viðhaldi öryggisbúnaðar.
    • með hvaða hætti stjórnvana skipi er lagt til driftar.
    • hættum við fiskveiðar og siglingu í rekís og siglingu undan vindi og öldu.
    • ráðstöfunum sem beita má þegar veiðarfæri festast í botni.
    • búnaði sem nota skal við drátt á skipi og fyrirkomulagi hans.
    • Code of safety for fishermen and fishing vessels, Part A.
    • aðferðum sem nota má við að koma strönduðu skipi á flot með og án aðstoðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • haga siglingu samkvæmt siglingareglum.
    • skilja þýðingu neyðarmerkja.
    • greina helstu hættur sem eru samfara siglingu skipa.
    • sigla skipi í ratsjársiglingu.
    • geta útskýrt hvað felst í varðstöðu í brú.
    • reikna út álag á víra og hífingarbúnað þegar notaðar eru margskonar blakkir til að létta álag.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sigla skipi við allar raunhæfar aðstæður án þess að gerast brotlegur við siglingareglur.
    • meta árekstrarhættu í ratsjá.
    • senda út neyðarmerki með réttum hætti.
    • leggja réttan skilning í þýðingu neyðarmerkja þegar þeirra verður vart.
    • geta notað helstu björgunartæki skipsins.
    • geta beitt réttum stjórntökum skips við afbrigðilegar aðstæður.
    • gera neyðaráætlun og herbergisfyrirmæli.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.