Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582629293.66

    Stillitækni 1 - grunnáfangi
    STIL3VB05(AV)
    2
    Stillitækni og reglun
    Stillitækni - VB
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    AV
    Nemendur öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum í reglunartækni sem notuð er við stjórn og eftirlit með ýmsum vélbúnaði ásamt undirstöðuatriðum mælitækninnar. Þeir læra að vinna með hugtök reglunar og verða færir um að útskýra helstu mæliaðferðir og uppbyggingu algengra mælitækja. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    VÉLF1VA04AV STÆR2AH05BT
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grundvallarhugtökum mæli- og reglunartækninnar.
    • þeim lögmálum sem liggja til grundvallar helstu mæliaðferðum.
    • uppbyggingu algengra mælitækja sem notuð eru í reglunartækni.
    • eiginleikum mismunandi reglunaraðferða og notkunarsviði þeirra.
    • uppbyggingu og notkun á reglum sem nota orkuformin þrýstivökvi og þrýstiloft.
    • eiginleikum mismunandi reglunartaka út frá hugtökunum mögnun, tímastuðull og dátími.
    • gerð og uppbyggingu gangráða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra undirstöðuatriði reglunartækninnar.
    • útskýra undirstöðuatriði mælitækninnar.
    • útskýra helstu mæliaðferðir og uppbyggingu algengra mælitækja.
    • nota D- og PD-regla.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stjórna og stilla vélbúnað sem byggir á reglunartækni.
    • vinna með eiginleika reglunartakans og annarra eininga reglunarkerfa á hagnýtan hátt.
    • nota niðurstöður mælinga til að finna P-mögnun, I-tíma og D-tíma fyrir reglinn.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.