Í þessum áfanga öðlast nemendur ítarlegri þekkingu á undirstöðuþáttum varðandi stöðugleika skipa þannig að þeir skynji hvaða ytri og innri þættir hafa áhrif á raunverulegan stöðugleika skips, hver þau áhrif kunna að verða og til hvaða mótvægisaðgerða megi grípa til að viðhalda og tryggja stöðugleika. Nemendur öðlast þekkingu og skilning á forsendum þeirra stöðugleikaútreikninga sem gilda um skip og afleiðingum þess ef þær forsendur er ekki til staðar. Þeir átti sig á áhrifum farms og hífinga á stöðugleika skips, svo og á þeim áhrifum sem ytri kraftar geta haft á stöðugleika skips. (Model course 7.01, 7.03, Competence:3.2.1, .3.2.2).
Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
STÖL2SA04AS
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
forsendum þess að skip hafi raunverulega þann stöðugleika sem stöðugleikagögn tilgreina.
áhrifum stöðugleika skips á hreyfingar þess.
utanaðkomandi þáttum sem hafa áhrif á stöðugleikann, t.d. áhrifum ísingar og veiðarfæra í festu.
grundvallarhugtökum og heitum er varða stöðugleika skipa.
formstuðlum og hydrostatískum línuritum MS, (KY)-línuritum, GZ-línuritum og lestarými (kapacitetsplan).
tankaplani og velti- og hallatilraunum.
stafnhalla og stafnhallavægi (S), sökkþunga (T) og breytingu á stafnhallavægi.
trimmtöflu og „trimdíagrami“ .
áhrifum andveltigeymis á skip og hreyfingar þess.
tilgangi og framkvæmd hallaprófunar og reglum sem gilda um stöðugleika skipa.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilgreina helstu hugtök og grunnpunkta stöðugleikans.
lesa úr línuritum, línuteikningum og hleðslutöflum sem notaðar eru við stöðugleikaútreikninga.
reikna út stöðugleika skipa við tiltekna hleðslu (store vægt).
reikna út stöðugleikaarma og gera stöðugleikalínurit.
meta hvort stöðugleikakröfum sé fullnægt.
reikna út áhrif óhefts vökva í tönkum á stöðugleikann.
reikna út breytingu á stöðugleika við þungatilfærslu eða þyngdarbreytingu á skipi.
reikna djúpristubreytingu, stafnhalla og stafnhallabreytingu.
nýta sér útreiknuð hleðslutilvik sem fylgja skipinu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stjórna lestun og losun skips og færa þyngdir um borð á öruggan hátt með tilliti til stöðugleika.
gera ráðstafanir til að bæta stöðugleika skips.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.