Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582630046.04

    Sjóveðurfræði - grunnur
    VEÐU2SA04(AS)
    5
    veðurfræði
    Sjóveðurfræði - grunnur
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AS
    Í þessum áfanga kynnast nemendur grunnþáttum veðurfræðinnar, þ.e. samspili þeirra náttúrufyrirbæra sem stjórna veðri og veðurbreytingum. Fjallað er um áhrif veðurs á sjólag og öryggi á sjó. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist nægilega haldgóða þekkingu og færni í veðurfræði til að þeir geti, á grundvelli upplýsinga um veður og veðurútlit, lagt mat á veðurhæð og sjólag með tilliti til sjósóknar eða siglinga. Model course 7.03, Competence: 1.1.7. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eðlisfræðilegum þáttum sem orsaka veður og veðurbreytingar.
    • myndun háþrýstisvæða og lágþrýstisvæða og áhrifum þeirra á veður.
    • sérkennum veðurkerfa almennt.
    • veðurkerfum á Norður-Atlantshafi og við Ísland.
    • daglegri og árlegri sveiflu í hitastigi og þróun vinda með tilliti til hitamismunar.
    • þróun raka og skýjamyndunar til þokumyndunar.
    • veðurskilyrðum þar sem skipi kann að vera hætta búin að því er varðar sjólag, hættu á straumhnútum eða vegna hættu á ísingu, háð stærð þeirra og gerð.
    • samspili vinds og sjólags.
    • spásvæðum við Ísland.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga um veðurspá.
    • nota veðurathugunartæki um borð í skipum og gera veðurathuganir með þeim.
    • skrá og meta innihald veðurskeyta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér upplýsingar um veður og veðurspár eða veðurkort til að meta aðstæður til sjósóknar og siglinga.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.