Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582630174.74

    Vélfræði 1
    VÉLF1VA04(AV)
    6
    Vélfræði
    Vélfræði - VA
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    AV
    Nemendur öðlast fræðilega og hagnýta grunnþekkingu í vélfræði. Fjallað er um mismunandi form orku, afls og orkunýtingu. Lögmál varmafræðinnar um óforgengileika orkunnar eru kynnt ásamt SI-mælieiningakerfinu. Fjallað er um eldsneytisnotkun bulluvéla og orkuforða og um nýtni bulluvéla, pV-línurit og pt-línurit og samhengi þrýstings og hitastigs. Meðalþrýstingur (pmi) fundinn í pV-línuriti með lóðlínuaðferð, framleitt afl dísilvéla reiknað. Nemendur kynnast aflmælingum véla og reikna nýtni þeirra. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.
    VÉLS1VA04AV STÆR2AH05BT
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þáttum sem hafa áhrif á aflframleiðslu véla.
    • orkunýtingu og eldsneytisnotkun bulluvéla og samhengi aflframleiðslu og byggingar þeirra.
    • aðferðum við mælingar á meðalþrýstingi.
    • áhrifum mismunandi álags á form pV-línurits.
    • lögmáli varmafræðinnar um varðveislu orkunnar.
    • þjöppunarhlutfalli og rúmmálsmælingum á vélum.
    • samhengi aflframleiðslu og álags og hvernig breytilegt álag hefur áhrif á virkni vélar.
    • ásafli og aflmælingu véla með mismunandi hemlum.
    • hugtökum vélfræðinnar svo sem vinnu, afli og orku.
    • þróun véla og SI-mælikerfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út eldsneytisnotkun og aflframleiðslu meðalhraðgengra dísilvéla.
    • útskýra algengar tegundir ritmynda og mæla þær með flatarmæli.
    • útskýra samhengi þrýstings og hitastigs og geta reiknað út þjöppunarhlutfall.
    • útskýra helstu einkenni eldsneytisolíu og gera grein fyrir vinnslu og eiginleikum eldsneytis brunavéla.
    • meta ástand véla út frá ritmyndum meðalþrýstingi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útleiða formúlur sem notaðar eru í námsefninu.
    • skilja áhrif breyta í vélareikningi og geta beitt þeim við lausn verkefna í ýmsum verklegum áföngum, t.d. við bilanagreiningu og í daglegum störfum vélstjóra.
    • leggja mat á ástand dísilvélar, innsprautun eldsneytis og bruna í dísilvélum.
    • nota handbækur og fræðibækur í vélfræði við úrlausn tæknilegra vandamála varðandi dísilvélar.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.