Í áfanganum er áhersla lögð á að fræða nemendur um matarmenningu mismunandi menningarsvæða. Fjallað er um hvaða hefðir eru ríkjandi, hvers vegna og hvað er líkt eða ólíkt milli landa.
Nemendur kynna sér rétti frá mismunandi löndum og spreyta sig á að elda þá. Um leið halda nemendur uppi bloggsíðu þar sem þeir birta myndefni, uppskriftir, fjalla um hráefni, uppruna og hvernig til tókst.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
framreiðslu matar
hvernig einfaldir réttir eru eldaðir frá grunni
sjálfstæðum vinnubrögðum
vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum í eldhúsinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa uppskriftir, fylgja þeim og fjalla um megininntak þeirra
efla skilning sinn á matargerð frá mismunandi heimshornum
að upplifa, skynja og smakka það sem hann tekur þátt í að framreiða
taka þátt í samræðum um mismunandi matarmenningu, færa rök fyrir máli sínu og virða skoðanir annarra
skilja og beita grunnatriðum í framreiðslu matar
skoða ólíka matarmenningu og ræða
skoða hráefni sem til er í umhverfinu og elda það á nýstárlegan hátt
geta unnið í teymi og skipt verkum með öðrum
setja fram hugmyndir sínar um framandi rétti og bregðast við viðmælendum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá skoðanir sínar og tilfinningar um mat og framandi matarmenningu
vera meðvitaður um menningarlegt hlutverk matar
fylgjast með öðrum vinna
sýna nokkurt sjálfstæði við framreiðslu matar undir leiðsögn kennara
tjá sig um eigin framreiðslu matar við aðra viðmælendur með almennri ígrundun og samanburði
að halda úti bloggsíðu með íhugun um mat og mismunandi matarmenningu
leysa úr viðfangsefnum í samstarfi við aðra
þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
meta eigið vinnuframlag
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina og lögð er áhersla á aga, metnað, virðingu, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega