Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1582640927.88

  Erlent samskiptaverkefni - InTeMIS
  ERLE2HI03
  9
  erlend samskipti
  Erlend samskipti - InTeMIS
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Áfanginn er hluti af InTeMIS verkefninu og er styrkt af Erasmus. Markmið verkefnisins eru að kynna vendikennslu með áherslu á enskukennslu, og að þjálfa þátttakendur í upplýsingalæsi og notkun upplýsingatækni. Nemendur fara ásamt kennara til Spánar og taka þátt í námskeiði/málstofu um vendikennslu og upplýsingatækni ásamt öðrum þátttakendum frá Ítalíu. Til undirbúnings vinna nemendur myndband þar sem aðferðafræði skólans í vendikennslu er kynnt og sömuleiðis upplifun þeirra sjálfra af þeirri aðferðafræði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum vendikennslu
  • menningarmun þátttakenda verkefnis
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í hópverkefnum
  • eiga samskipti innan eigin hóps og við aðra þátttakendur verkefnis
  • tjá sig bæði munnlega og skriflega á ensku
  • takast á við mismunandi aðstæður
  • nota þau forrit og vefi sem eru í boði við verkefnavinnu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í samstarfsverkefnum á vegum skólans
  • kynna niðurstöður hópavinnu bæði á meðan á verkefni stendur og að því loknu
  Þátttaka og skil á verkefnum. Nauðsynlegt er að taka þátt bæði í undirbúningi, á vettvangi og í samantekt áfanga.