Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582708830.51

    Sálræn skyndihjálp
    LÝÐH1SH02
    38
    lýðheilsa
    Sálræn skyndihjálp
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn er undirbúningsáfangi í sálrænni skyndihjálp og þar fá nemendur kynningu á lykilþáttum sálrænnar skyndihjálpar. Nemandinn er studdur til þess að þreifa sig áfram á eigin forsendum, vinna með öðrum og fjalla um efnið út frá eigin forsendum og ná lengra byggt á fyrri þekkingu og reynslu. Markmiðið er að tengja námsefni áfangans sem best við raunverulegar aðstæður.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðfangsefnum sálrænnar skyndihjálpar
    • vinnubrögðum sálrænnar skyndihjálpar
    • grunnhugtökum í sálrænni skyndihjálp
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita algengustu hugtökum um viðfangsefni áfangans á skýran og skilmerkilegan hátt
    • lesa og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
    • tjá kunnáttu sína bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti
    • taka þátt í umræðum um viðfangefni sálrænnar skyndihjálpar og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýninni hugsun, virðingu og víðsýni
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér þær
    • beita öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á eigin námi og unnið í samvinnu við aðra
    • beita algengustu hugtökum sálrænnar skyndihjálpar á skýran og skilmerkilegan hátt
    • hagnýta netið til að afla sér þekkingar um viðfangsefni áfangans
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið um sálræna skyndihjálp
    • setja sig í spor annarra
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.