Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582709159.01

    Stjórnun - grunnþættir og innsýn
    STJR2SB04(AS)
    3
    Stjórnun
    Stjórnun - SB
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AS
    Nemendur kynnast grunnþáttum stjórnunar og fá innsýn í helstu störf stjórnenda, hlutverk þeirra og verkefni. Helstu stjórnunarkenningar og frumkvöðlar stjórnunarfræðanna kynntir og einnig þróun stjórnunarfræða. Nemendur kynnast uppbyggingu fyrirtækja, verkaskiptingu og valddreifingu, samstarfi starfsfólks og fyrirtækjamenningu. Helstu stjórnunarstílar eru kynntir og aðstæðubundin stjórnun í fyrirtækjum. Nemendur kynnast helstu undirgreinum stjórnunar s.s. gæðastjórnun, skjalastjórnun, þekkingarstjórnun, mannauðsstjórnun og persónuþróun. Farið er í markmiðssetningu, mati á valkostum, ákvarðanatöku, mælingum og eftirfylgni. Ennfremur kynnast nemendur helstu þáttum í öryggisstjórnun og slysavörnum, helstu gerðum slysa og hvernig má verjast þeim. Nemendur þekki lög og reglugerðir um öryggismál, vinnugreiningu og vinnuvistfræði. Farið er í samspil mannsins og þess umhverfis sem hann lifir og starfar í en umhverfi tekur til aðstöðu, búnaðar, tækja, skipulags, samskipta og fleiri þátta. Í fyrirrúmi eruþarfir, vellíðan og öryggi fólks. Fjallað er um líðan í vinnunni og varnir gegn einelti. Vakin er athygli á atriðum sem geta ógnað heilsu starfsmanna og tekin dæmi um æskilegt vinnulag og lifnaðarhætti. Fjallað er um nýliðafræðslu og hvernig staðið skal að þjálfun nýliða, með mismunandi aðferðum. Nemendum er gert að kynna sér öryggisstjórnunarkerfi skipa, þ.e. ISM-Kóðann (International Safety Management Code) sem er alþjóðlegur staðall um öryggisstjórnun skipa og mengunarvarnir samkvæmt þeim. Nemendum eru kynntar þjónustu-, þjálfunar-, og vinnuöryggishandbækur fyrir íslensk skip. (Model course 1.39, Leadership and teamwork). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautarlýsingunni.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stjórnunarhringnum og hlutverki hans.
    • grunnhugtökum og helstu kenningum í stjórnun, öryggisstjórnun og gæðastjórnun.
    • aðferðum til að fá fólk til samstarfs, jafna ágreining og leysa vandamál.
    • kostum og göllum hópvinnu og hvernig bregðast skuli við ólíkum uppákomum í hópum.
    • stjórnskipulagi fyrirtækja, skilgreiningu á valdsviði, ábyrgð og skilvirkum stjórnunaraðferðum.
    • helstu verkefnum og ábyrgðarsviði stýrimanna og skipstjóra sem stjórnenda.
    • gerð áhættugreiningar og nauðsyn virkrar áhættustjórnunar.
    • nauðsyn þess að setja sér skýr, vel skilgreind og raunhæf markmið í umhverfis- og öryggismálum.
    • inntaki og markmiði ISM-kóðans og skyldum skipstjórnamanna samkvæmt honum.
    • alþjóðasamþykktir, tilmæli og innlend löggjöf.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mynda og vinna í vinnuhóp að lausn á gæðaverkefni.
    • nota verkfæri gæðastjórnunar við lausn verkefna.
    • nýta í vinnu sinni helstu kenningar í stjórnun.
    • gera neyðar- og viðbragðsáætlanir og áhættugreiningu.
    • beita verkefna- og vinnuálagsstjórnun.
    • beita öryggisstjórnun, þekkja helstu hættur sem upp geta komið um borð í skipum og viðbrögð við þeim.
    • nýta ISM kóðann.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota viðurkenndar stjórnunaraðferðir til að auka starfsánægju, bæta rekstur og auka öryggi.
    • stjórna undirbúningi og sjá um framkvæmd æfinga um borð í skipum, skipulagningu og samhæfingu.
    • b regðast rétt við hættuástandi og stjórna við neyðaraðstæður, hóp- og neyðarstjórnun.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.