Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582709837.03

    Stjórnun - gæða-, mannauðs-, verk- og tímastjórnun
    STJR4SD05(BS)
    8
    Stjórnun
    Stjórnun - SD
    Samþykkt af skóla
    4
    5
    BS
    Nemendur kynnast grundvallarhugtökum gæðastjórnunar. Nemendur kynnist helstu hugmyndafræðingum og þróun gæðastjórnunar. Þeir kynnist gæðastjórnun sem samkeppnisvopni og átti sig á því hvers vegna fyrirtæki taka upp gæðastjórnun. Helsta umhverfi vottunarferla er kynnt og hvernig fyrirtæki öðlast vottun á gæðastjórnunarferlum samkvæmt ISO. Stefnt er að því að nemandi skilji ágóða af skipulögðu gæðastarfi á vinnustað, að nemandi þekki helstu lögmál um starfshópa og umbótahópa á vinnustað og að nemandi geti skilgreint altæka gæðastjórnun og sé fær um að nota hugmyndafræði gæðastjórnunar á vinnustað. Að námi loknu eiga nemendur að vera færir um að beita helstu hugmyndum mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningu starfsmanns og að starfslokum Þeir eiga ennfremur að geta sett upp starfsmannastefnu og unnið með þjálfunarskrá til að bæta hæfni starfsmanna. Einnig er stefnt að því að nemendur skilji helstu þætti sem þarf að hafa í huga við starfsmannastjórnun í fjölþjóðaumhverfi og þeir þurfa að geta túlkað kjarasamninga fyrir starfsmönnum og sett upp ráðningasamninga og starfslýsingar. Nemendur kynnast hugtökum sem notuð eru við umfjöllun um breytingastjórnun. Einnig þurfa þeir að kunna skil á persónulegri endurgjöf og aðferðum til að bæta frammistöðu starfsmanna. Stefnt er að því að nemendur geti gert einfalda GTT-mælingu til að ákvarða vinnuálag og einfalda greiningu á vinnuferlum ásamt því að gera tillögur að hagræðingu á vinnustað. Nemendur kynnast helstu þáttum verkefnastjórnunar og helstu hugtökum í áætlanagerð og læra að nota Gannt rit og CPM rit til verkáætlunar ásamt gerð fjárhagsáætlana með helstu kennitölum. Þeir þurfa að þekkja líftíma verkefna með tilliti til kostnaðar og áhrifa stjórnenda, átta sig á vali á mismunandi verkskipulagi eftir eðli verkefna og vita hvað felst í ábyrgð á framkvæmd verkefna. (Model course 7.01, competence: 3.5, Model course 1.39, Leadership and teamwork). Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautarlýsingunni.
    STJR2SB04AS ENSK2OF05BT
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forysta og stjórnunarhæfileikar, stjórnun áhafnar.
    • helstu þáttum sem þarf að hafa í huga við starfsmannastjórnun í fjölþjóðaumhverfi.
    • breytingastjórnun og helstu hindrunum breytinga.
    • helstu þáttum verkefnastjórnunar og helstu hugtökum í áætlanagerð.
    • notkun Gannt-rita og CPM-rita til verkáætlunar ásamt gerð fjárhagsáætlana með kennitölum.
    • hvað felst í GTT-mælingu til að ákvarða vinnuálag og hvernig hún er framkvæmd.
    • aðferðum við einfalda greiningu á vinnuferlum.
    • viðkomandi alþjóðasamþykktum, tilmælum, landslögum og reglum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • innleiða verkefna- og vinnuálagsstjórnun.
    • innleiða skilvirka auðlindastjórnun.
    • n ýta þekkingu sína í starfamannastjórnun og starfsmannastefnu.
    • greina vinnuferla og gera tillögur að hagræðingu og breytingum.
    • gera verkáætlun.
    • gera ráðningarsamning og starfslýsingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja fram starfsmannastefnu.
    • beita aðferðum við ákvarðanatöku.
    • raða fólki til starfa á skipulegan hátt, beita skilvirkri auðlindastjórnun.
    • skipuleggja verkferla í samræmi við heildarstefnu fyrirtækis og starfsmannastefnu.
    • stjórna fólki í fjölþjóðlegu umhverfi.
    • þróa, útfæra og hafa eftirlit með stöðluðum rekstraraðferðum (SOP).
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá.