Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582726479.96

    Akrílmálun
    MYNL1AM02
    13
    myndlist
    Akrílmálun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áhersla er lögð á að kenna og þjálfa nemendur í að mála með akríllitum, með því að vinna markvisst ferli frá frumskissu til lokaniðurstöðu með blandaðri tækni, tilraunum með liti, form og myndbyggingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig nota á akrílliti við gerð málverka
    • hvernig blanda má tækni og gera tilraunir með liti, form og myndbyggingu
    • hvernig valdir myndlistarmenn vinna málverk sín
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mála verk með fjölbreyttri tækni, litum og formum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mála myndverk með mismunandi litum og tækni, frá frumskissu til lokamálverks
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati yfir áfangann. Öll vinna, þátttaka og verkefni í áfanganum gilda til einkunnar.