Í áfanganum kynnast nemendur verkferlum umhverfisstjórnunar og læra að nýta sér þætti umhverfisstjórnunarkerfis sem verkefnið Skólar á grænni grein byggir á. Nemendur ganga þannig í gegnum sjö skref umhverfisstjórnunar, sem er alþjóðlega viðurkennd aðferð og notuð um allan heim.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum sjálfbærni og umhverfismála
helstu hugtökum sjálfbærni og umhverfismála
sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á jörðinni og íbúum hennar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nemandi verði fær um að taka gagnrýna afstöðu gagnvart umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi
vera virkur og ábyrgur borgari í umhverfi sínu
styrkja lýðræðisleg vinnubrögð
stýra umhverfisúrbótum innan skólans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa forystu og frumkvæði á sviði umhverfismála
meta málefni sem tengjast sjálfbærni og umhverfismálum
gæta jafnréttis á öllum sviðum og temja sér ríka siðferðisvitund
meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna
taka þátt í umræðum og rökstyðja mál sitt á málefnalegan hátt
virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra