Í áfanganum fer fram kynning á grunnatriðum fríhendis‐ og fjarvíddarteikninga. Áhersla er lögð á almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í gerð tvívíðra og þrívíðra fríhendisteikninga ásamt myndrænni framsetningu viðfangsefna. Þjálfað er mat á hlutföllum og gerð greinargóðra rissmynda og skyggingum. Þjálfaður er formskilningur og greining einfaldra grunnforma, svo sem kassa‐ og kúluforma. Lögð er áhersla á teikningu mynda úr umhverfinu, bæði utan‐ og innanhúss og þannig kenndar grunnforsendur m.a. tveggja punkta fjarvíddarteikninga með skuggamyndunum og speglunum. Áhersla er lögð á að ná góðu valdi á fjarvíddar og fríhendisteikningu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðli, uppbyggingu og samsetningu mismunandi forma
notkun fjarvíddarpunkta í teikningum
mati á hlutföllum við gerð greinargóðra rissmynda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna einfaldar skissur út frá mismunandi fyrirmyndum
miðla upplýsingum með fríhendis‐ og fjarvíddarteikningum
teikna fríhendis- og fjarvíddarteikningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna viðfangsefni myndrænt með fríhendisteikningu
takast á við frekara nám tengt fríhendis‐ og fjarvíddarteikningum
meta hvenær þörf er fyrir fjarvíddar- og fríhendisteikningar
vinna frekari verk í listum
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati yfir áfangann. Öll vinna, þátttaka og verkefni í áfanganum gilda til einkunnar.