Markmið námskeiðsins er að skapa vettvang fyrir hugmyndavinnu og nýsköpun með endurnýtingu gamalla hluta til hönnunar á nýrri vöru. Nemendur viða að sér allskyns gömlum hlutum eða afkasti sem eiga sér hvergi hlutverk lengur.
Nemandinn kynnist því hvernig hönnunarforsendur breytast eftir því hvaða efni eru notuð, hvaða framleiðsluaðferð er valin og hvort um er að ræða fjöldaframleidda eða sérsmíðaða afurð. Nemandinn kynnist því hvernig mismunandi efnisval og yfirborðsfrágangur breytir ásýnd og eigindum afurðar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
endurvinnslu og endurnýtingu
fjölbreyttri hugmyndavinnu
aðferðarfræði hönnunar
ábyrgð og sjálfbærni í hönnun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sjá möguleika á endurvinnslu- og endurnýtingarhönnun
beita fjölbreyttri hugmyndavinnu svo sem heilaspunafundum og notkun hugkorta sýna sjálfstæð vinnubrögð
sjá fyrir sér hugmynd og koma henni á blað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
já möguleika á endurvinnslu og endurnýtingu í kringum sig
sýna frumkvæði og frumlega útfærslu í verkefnavinnu
geta tjáð sig á skýran og ábyrgan hátt um eigin verk og annarra
fylgja eftir hugmynd yfir í hönnun og til framleiðslu
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati yfir áfangann. Öll vinna, þátttaka og verkefni í áfanganum gilda til einkunnar.