Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582808437.97

    Vöðvar og þjálfun
    LÝÐH2VÞ03
    10
    lýðheilsa
    Vöðvar og þjálfun
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Í áfanganum er lögð áhersla á almenna og sérhæfða styrktarþjálfun þar sem nemendur læra bóklega og verklega hvernig vöðvi er byggður upp, hvernig hann starfar og hvaða vöðvar vinna í mismunandi æfingum, tækni í ýmsum styrktaræfingum, hvernig á að setja upp áætlun út frá ólíkum markmiðum o.s.frv.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað styrktarþjálfun er
    • hvernig vöðvi er byggður upp og hvernig hann starfar við mismunandi vöðvasamdrætti
    • hvaða vöðvi eða vöðvahópur er að vinna við mismunandi styrktarþjálfunaræfingar
    • hvernig mismunandi þjálfunarform og -aðferðir eru innan styrktarþjálfunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma rétta tækni í styrktaræfingum (líkamsbeiting)
    • framkvæma rétta tækni í ólympískum lyftingum (líkamsbeiting)
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta hvaða æfingar og hvernig sé best að skipuleggja styrktarþjálfun út frá mismunandi markmiðum með styrktarþjálfuninni
    • setja upp mismunandi áætlanir (prógröm) út frá ólíkum markmiðum með styrktarþjálfuninni
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar.