Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1582815044.53

    ÍSLE2ÍK05
    ÍSLE2ÍK05
    58
    íslenska
    Íslenskar kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum eru íslenskar kvikmyndir og þættir af ýmsu tagi til umfjöllunar. Fjallað er um efni og tengsl þess við samfélag. Skoðað verður það samfélagsmynstur sem kemur fram í efninu sem horft verður á. Íslensk menning liggur til grundvallar sýndum kvikmyndum og þáttum. Lögð verður áhersla á fjölbreytt efni.
    ÍSLE2MB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum í kvikmyndafræði eins og sjónarhorni, sögusviði o.fl.
    • Byggingu kvikmynda og ýmsum öðrum greiningarþáttum, t.d. tónlist, lýsingu, myndatöku og klippingu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Koma þekkingu sinni á framfæri í ræðu og riti.
    • Geta greint tíðaranda í kvikmyndum og þáttum.
    • Tengja upplýsingar úr efninu við eigin viðhorf.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina tengsl efnis við samtíma sinn.
    • Ræða á gagnrýninn hátt um þá samfélagsmynd sem birtist í efninu.
    • Vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið.
    Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Áfanginn byggist á þátttöku, samvinnu og umræðum yfir önnina.