Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1582889677.66

  Vélstjórn 2
  VÉLS2AB05
  11
  Vélstjórn
  Vélstjórn 2
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur fara yfir eldsneyti bulluvéla, mismunandi tegundir eldsneytis og eiginleika. Mismunandi brunahol dísilvéla. Kæling bulluvéla, rekstur og viðhald kælivatns- og kælisjókerfa. Eldsneytis- og rafbúnaður Ottóbulluvélarinnar. Aflyfirfærslan frá aflvél og skrúfu, rekstur og viðhald. Undirstöður og afrétting aðal- og hjálparvéla í skipum. Skipsskrúfan og tengsli. Stjórnun gangstefnu skipa. Austur-, kjölfestu-, sjó- og ferskvatnskerfi til almennra nota. Afgas-, vökvavindukerfi og stýrisvél. Farið verður yfir smurolíukerfi og smurolíur. Upphitun skipa. Brunavarnakerfi í bátum og skipum. Hersla með vökvatjökkum. Námið skiptist í verklegan og bóklegan hluta þannig að fjórar bóklegar kennslustundir koma á móti fjórum verklegum. Í verklegum tímum er áhersla lögð á umhirðu búnaðar í vélarúmi. Undirbúningur undir gangsetningu, keyrslu, stöðvun og frágang dísilvéla. Áhersla er lögð á bilanagreiningu og viðgerðir. Hluti kennslunnar fer fram í vélarúmshermi skólans.
  VÉLS1AA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • eldsneytisbúnaði dísil- og Ottó véla auk loftaðfærslubúnaði og algengustu eldsneytisgerðum
  • smurolíum og smurolíukerfum
  • kæliþörf brunavéla og þeim búnaði sem þarf við kælingu
  • aflyfirfærslum véla, tengslum og skrúfubúnaði skipa
  • afréttingum véla og vélbúnaðar
  • austurkerfum, sjókerfum, brunakerfum og ferskvatns- og hitakerfum til almennra nota
  • gangsetningu, keyrslu, stöðvun og frágangi dísilvéla
  • bilanagreiningu og viðgerðum
  • herslu bolta með mismunandi búnaði
  • rekstri og viðhaldi fyrrnefndra kerfa
  • öryggismálum varðandi vinnu og umgengni véla og vélbúnaðar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • útskýra vinnumáta skiptiskrúfu, forþjöppu, stýrisvéla, og vökvavindukerfa
  • fjalla um og útskýra öll vélakerfi sem talin eru upp í þekkingarviðmiðunum
  • meta aðferðir við afréttingar
  • undirbúa keyrslu véla og vélbúnaðar
  • lesa úr teikningum og herslutöflum
  • fara eftir öryggisatriðum og virða þau
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • umgangast og meta síubúnað í eldsneytis- og skolloftskerfum
  • taka olíusýni, til þess að segju og rakamæla það
  • hreinsa og yfirfara varmaskipta
  • taka í sundur skiptiskrúfu
  • rétta af tengi með klukkum
  • umgangast grófsíur í austur- og sjókerfum
  • gangsetja, keyra og bilanagreina vélar
  • nota herslumæla
  • leiðbeina öðrum um öryggismál
  Námsmat er útfært í námsáætlun í samræmi við skólanámskrá.